Segjast hafa grandað 21 dróna

Frá æfingu úkraínska hersins í Donetsk-héraði í gær, 28. nóvember.
Frá æfingu úkraínska hersins í Donetsk-héraði í gær, 28. nóvember. AFP/Genya Savilov

Úkraínski flugherinn segist hafa skotið niður 21 árásadróna rússneska hersins og einhvern fjölda eldflauga í síðustu árás Rússa á Úkraínu. 

Stjórnvöld í Kænugarði segja Rússlandsher hafa komið sér upp birgðum af árásadrónum og eldflaugum með það að markmiði að gera reglubundnar árásir á orkuinnviði Úkraínu í vetur. 

Frá þessu var greint á samfélagsmiðlum Úkraínuhers.

Þá kom fram að þriðjungur þeirra eldflauga sem Rússar skutu á loft hafi ekki hitt á skotmörk sín. 

Rússar hafa ekki tjáð sig um þessar nýjustu staðhæfingar Úkraínu. 

Árásir Rússa á orkuinnviði í Úkraínu síðasta vetur ollu því að milljónir manna voru án hita og rafmagns um nokkurt skeið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert