Réttað yfir Brueckner í febrúar

Fangelsið þar sem Christian Brueckner afplánar.
Fangelsið þar sem Christian Brueckner afplánar. AFP

Karlmaður sem liggur undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann, sem hvarf sporlaust á Algarve í Portúgal árið 2007, verður dreginn fyrir dóm í Þýskalandi í tengslum við fimm kynferðisbrot.

Maðurinn sem um ræðir heitir Christian Brueckner, 46 ára gam­all Þjóðverji. Hann hefur áður verið sak­felld­ur fyr­ir barn­aníð og fíkni­efna­sölu.

Er Brueckner nú ákærður fyrir þrjár nauðganir og tvö kynferðisbrot gegn börnum í Portúgal á árunum 2000 til 2017. Brotin sem hann er nú ákærður fyrir tengjast ekki hvarfi stúlkunnar.

Eiga réttarhöldin að hefjast 16. febrúar.

Christian Brueckner er grunaður um að hafa átt aðild að …
Christian Brueckner er grunaður um að hafa átt aðild að hvarfi Madeleine McCann. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert