Hætta á flóðbylgju við Japan

Íbúar og hjúkrunarstarfsfólk rýma sjúkrahús í Butuan City á Filippseyjum, …
Íbúar og hjúkrunarstarfsfólk rýma sjúkrahús í Butuan City á Filippseyjum, en varað var við mikilli flóðöldu sem gæti komið í kjölfar jarðskjálftans í dag. AFP/Ted Aljibe

Japanska veðurstofan hefur gefið út flóðbylgjuviðvörun fyrir Kyrrahafsströnd Japans, frá Miyakojima-Yaeyama svæðinu til Chiba–héraðs, eftir stóran jarðskjálfta á Filippseyjum og eftirskjálfta fyrr í dag.

Veðurstofan varaði við „stórhættulegri flóðbylgju“ með „lífshættulegum ölduhæðum“.

Strandsvæðum í Miyakojima og Ishigaki í Okinawa–héraði í Japan var skipað að rýma, samkvæmt frétt japanska sjónvarpsstöðvarinnar N.H.K.

AFP/Ted Aljibe

Bandaríska flóðbylgjuviðvörunarkerfið sagði að minniháttar sjávarsveiflur gætu verið í kringum Norður-Maríanaeyjar, rúmlega 1.500 kílómetra austan við þar sem jarðskjálftinn reið yfir í Mindanao, en að hættan á flóðbylgju þar væri liðin hjá.

Eins var talið að hætta gæti verið á Havaí–eyjum, en sú viðvörun var blásin af í dag þegar ljóst þótti að áhrifanna myndu ekki gæta þar.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert