Loka fyrir flugumferð vegna snjókomu

Snjór þekur leikvöllinn sem hýsa á leik Bayern Munich og …
Snjór þekur leikvöllinn sem hýsa á leik Bayern Munich og Union Berlin fyrr í dag. AFP/Alexandra Beier

Þung snjókoma í dag hefur komið svæðum á suðurhluta Þýskalands í uppnám. Flugferðum til Munchen hafa verið aflýst og lestakerfi liggja niðri. 

Eins og greint var frá fyrr í dag sneri flugvél Icelandair til Munchen við þegar hún var komin hálfa leið. 

Forsvarsmenn flugvallarins í Munchen tóku þá ákvörðun fyrr í dag að loka fyrir komur til sunnudagsmorguns. 

Meira en 40 sentímetrar af snjó lagðist yfir svæðið aðfaranótt laugardags, en allt í allt varð röskun á 760 flugferðum samkvæmt heimildamanni AFP-fréttaveitunnar.

Þá hafa yfirvöld beðið borgarbúa um að halda sig heimafyrir vegna ástandsins, en áhrifin ná víða og til að mynda hefur leik Bayern Munich og Union Berlin sem átti að fara fram í dag verið aflýst. 

Lögreglan í Bæjaralandi hefur haft afskipti af 350 málum tengdum snjókomunni, en fimm manns hafa hlotið minniháttar skaða í bílslysum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert