Gestgjafinn að kafna í eigin mengun

Þátttakendur í loftslagsráðstefnunni á gangi í Dúbaí í morgun.
Þátttakendur í loftslagsráðstefnunni á gangi í Dúbaí í morgun. AFP/Karim Sahib

Sameinuðu arabísku furstadæmin eru að kafna í „hættulega mikilli” loftmengun vegna eigin framleiðslu á jarðefnaeldsneyti.

Mannréttindavaktin greindi frá þessu á sama tíma og olíuríkið heldur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28, í borginni Dúbaí.

Loftmengun er „skítugt leyndarmál” sem stjórnvöld í landinu hafa grafið niður, að sögn samtakanna. Bæta þau við að fólki stafi mikil hætta af loftmenguninni í landinu.

Mengunarþoka hékk yfir borginni eftir að viðræðurnar um loftslagsmál hófust á fimmtudaginn og varð mengunin „óheilbrigð”, samkvæmt opinberum tölum, um helgina.

„Jafnvel þótt ríkisstjórn Sameinuðu arabísku furstadæmanna reyni að láta líta út fyrir að hún sé leiðtogi á sviði loftslagsmála…þá var eitruðu jarðefnaeldsneyti sem landið framleiðir og notar dælt út í andrúmsloftið,” sagði í skýrslu samtakanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert