Segir sjálfkeyrandi Teslur ekki öruggar

Tesla-bílar Elon Musk eru einn daginn taldir verða sjálfstýrðir að …
Tesla-bílar Elon Musk eru einn daginn taldir verða sjálfstýrðir að fullu en núna krefjast þeir ökumanns. AFP/Brandon Bell

Fyrrverandi starfsmaður Tesla segir að tæknin sem knýr áfram sjálfkeyrandi bíla frá bílaframleiðandanum sé ekki nógu örugg til að leyfa hana á vegum fyrir almenning.

Lukasz Krupski lak gögnum, þar á meðal kvörtunum viðskiptavina vegna bremsu- og hugbúnaðar fyrir sjálfkeyrandi Teslur, til þýska dagblaðsins Handelsblatt í maí.

Hann sagði að í fyrstu hefðu tilraunir hans til að vekja athygli á þessum vanköntum verið hunsaðar.

Tesla svaraði ekki BBC þegar óskað var eftir viðbrögðum við málinu.

Elon Musk, forstjóri Teslu, hefur hingað til hrósað mjög tækninni að baki sjálfkeyrandi bílum.

Í sínu fyrsta viðtali í Bretlandi sagði Krupski aftur á móti að hann hefði áhyggjur af því hvernig gervigreind væri notuð í bílunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert