Hæfði þrjá hið minnsta

Þrír voru fluttir á sjúkrahús.
Þrír voru fluttir á sjúkrahús. AFP/Ethan Miller

Árásarmaðurinn sem hóf skothríð í Nevada-háskóla í Las Vegas í dag hæfði að minnsta kosti þrjá að því er AFP-fréttaveitan greinir frá. 

Hafa þeir allir verið fluttir á sjúkrahús og er ekki vitað nákvæmlega hvert ástand þeirra er að svo stöddu.

Frá vettvangi nú í dag.
Frá vettvangi nú í dag. AFP/Ronda Churchill

Árásarmaðurinn látinn

Karlmaður hóf skotárás í háskólanum í dag, skömmu fyrir hádegi að staðartíma. Lögregla brást skjótt við kallinu og sendi skólinn út neyðarboð til starfsfólks og nemenda að halda sig á öruggum svæðum. 

Íbúar í grennd skólans voru hvattir til að halda sig heima. Lögreglan í Las Vegas segir árásarmanninn vera látinn. 

Mikill viðbúnaður er í kringum skólann.

AFP/Ethan Miller
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert