Úkraínumenn skutu niður 41 dróna

Úkraínskir hermenn á heræfingu í gær.
Úkraínskir hermenn á heræfingu í gær. AFP/Roman Pilipey

Úkraínski herinn skaut niður 41 af 48 drónum sem Rússar sendu til Úkraínu frá hernumdu svæði Krímskaga og sunnarlega í Rússlandi, að því er segir í tilkynningu frá úkraínska hernum. 

Úkraínumenn telja að Rússar séu búnir að vera að spara dróna og flugskeyti til þess að ráðast á raforkunet Úkraínu yfir vetrarmánuðina.

Síðasta vetur voru milljónir Úkraínumanna án ljóss og rafmagns í töluverðan tíma í senn vegna árása Rússa á innviði tengda raforkuframleiðslu og flutningi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert