Forsetakosningar í Rússlandi í mars

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, í Sádí-Arabíu í gær.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, í Sádí-Arabíu í gær. AFP/Sergei Savostyanov

Efri deild rússneska þingsins hefur ákveðið að forsetakosningarnar í landinu verði haldnar 17. mars á næsta ári.

Á fundi sem var sjónvarpað í beinni útsendingu samþykktu þingmennirnir einróma þessa dagsetningu.

Fjögur ár verða á næsta ári liðin síðan Vladimír Pútín sór síðast embættiseið sem forseti Rússlands. 

Efri deild rússneska þingsins.
Efri deild rússneska þingsins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert