Pútín sór embættiseið

Pútín með hönd sína á stjórnarskránni í Kreml.
Pútín með hönd sína á stjórnarskránni í Kreml. AFP

Vladimir Pútín sór embættiseið sem forseti Rússlands í athöfn í Kreml í dag. Þetta er fjórða kjörtímabil forsetans og þar með framlengist næstum tveggja áratuga valdatíð hans um sex ár í viðbót.

„Ég lít á það sem skyldu mína og markmið í lífi mínu að gera allt sem hægt er fyrir Rússland, bæði í dag og í framtíðinni,“ sagði Pútín, með hönd sína á rússnesku stjórnarskránni.

Pútín, sem hefur verið við völd í Rússlandi frá árinu 1999, var endurkjörinn í kosningum í mars síðastliðnum með 76,7 prósentum atkvæða.

„Ég er vel meðvitaður um gríðarlega ábyrgð mína,“ bætti hann við og þakkaði í framhaldinu Rússum fyrir „einlægan stuðning“ og „samstöðu“.

„Við höfum endurvakið stolt okkar á föðurlandinu,“ sagði forsetinn.   

Pútín á leið til athafnarinnar.
Pútín á leið til athafnarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert