Nemendur leituðu skjóls í skólastofum

Viðbragðsaðilar fyrir utan skólabygginguna.
Viðbragðsaðilar fyrir utan skólabygginguna. AFP/Alexander Chernov

Nemandinn sem lést í skotárás í skóla í Brjansk í Rússlandi í dag var bekkjarsystir fjórtán ára stúlkunnar sem hóf skotárásina. Er ágreiningur sagður hafa ríkt milli þeirra.

Yfirvöld hafa ekki greint frá nafni nemandans sem hóf skotárásina en hann svipti sig lífi í kjölfarið. Tveir létu því lífið í árásinni en fimm til viðbótar særðust.

Mikil skelfing greip um sig þegar skotárásin hófst. Á myndefni sem nemendur tók upp má heyra háværan hvell og sáust nemendur leita skjóls í skólastofum.

Tvíburasystir árásarmannsins í sama bekk

Stúlkan er sögð hafa verið með bæði hníf og veiðiriffil í eigu föður hennar. Hefur faðirinn verið yfirheyrður vegna málsins og lögreglan framkvæmt leit í íbúð fjölskyldunnar.

Rússneskir miðlar hafa einnig greint frá því að tvíburasystir stúlkunnar hafi verið í sama bekk og hún sé í miklu áfalli.

Rannsóknarnefnd birti myndskeið af rannsakendum meta stöðuna á skólastofunni, leggja hald á síma og fartölvur. Mátti þar sjá skólabækur enn opnar á borðum og blóð á gólfinu. 

Svæðið girt af.
Svæðið girt af. AFP/Alexander Chernov

Kennir Bandaríkjunum um

Skotárásir í skólum hafa færst í aukana í Rússlandi undanfarin ár. Hafa stjórnvöld gripið til þess ráðs að herða enn frekar löggjöfina um skotvopn eftir raðir skotárása.

Í yfirlýsingu Kreml í kjölfar árásarinnar í dag kom fram að stjórnvöld hygðust skoða hvers vegna aðgerðirnar væru ekki að skila árangri.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þróunina vera vegna bandarískra áhrifa.

Alexander Bogomas, héraðsstjóri Brjansk, sagði árásina hræðilegan harmleik.

„Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur til foreldra stúlkunnar,“ sagði Bogomas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert