Neyðarpakki stöðvaður í bandaríska þinginu

Joe Biden Bandaríkjaforseti í gær.
Joe Biden Bandaríkjaforseti í gær. AFP/Mandel Ngan

Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði gegn beiðni Hvíta hússins um 106 milljarða dollara neyðarpakka sem var aðallega ætlaður Úkraínu og Ísrael.

Íhaldsmennirnir voru ósáttir við að ekki fylgdu með í pakkanum umbætur í innflytjendamálum sem þeir vildu að yrðu hluti af honum.

Niðurstaðan er töluverður ósigur fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta.

Hann hafði skömmu áður varað þingið við því að Vladimír Pútín Rússlandsforseti myndi ekki hætta þrátt fyrir að bera sigur úr býtum í stríðinu í Úkraínu og að hann gæti jafnvel ráðist á ríki innan NATO.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert