Pútín býður sig fram á nýjan leik

Pútín í október síðastliðnum.
Pútín í október síðastliðnum. AFP/Pavel Bednyakov

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur ákveðið að bjóða sig aftur fram til forseta í kosningum sem eru fyrirhugaðar í mars á næsta ári.

Rússneskar fréttastofur greindu frá þessu.

Þar með fær Pútín tækifæri til að framlengja enn frekar áratugalanga valdatíð sína í landinu. Fjög­ur ár verða á næsta ári liðin síðan hann sór síðast embættiseið sem for­seti Rúss­lands. 

Pútín sagði hershöfðingjanum Artyom Zhoga frá ákvörðun sinni eftir verðlaunaathöfn fyrir starfsfólk hersins í Kreml.

Pútín í fríi fyrir tveimur árum.
Pútín í fríi fyrir tveimur árum. AFP/Alexey Druzhinin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert