Frönsk freigáta skaut niður dróna á Rauðahafi

Franska freigátan, Languedoc.
Franska freigátan, Languedoc. Ljósmynd/Franski herinn

Frönsk freigáta skaut niður tvo dróna á Rauðahafi í gærkvöldi. Drónarnir voru á leið að skipinu frá strönd Jemen að sögn franska hersins. 

Freigátan, Languedoc, starfar á Rauðahafinu og skaut niður drónana í gærkvöldi um 110 kílómetra frá ströndu Jemen.

Húta-uppreisnarmenn, sem studdir eru af Írönum og stjórna svæði í Jemen, hótuðu í gær að ráðast á öll skip sem væru á leið að ísraelskum höfnum, nema þau hefðu að geyma nauðsynjar sem ætti að flytja á Gasasvæðið. 

Aukin spenna er á Rauðhafinu í kjölfar árása Húta á hafsvæðinu eftir að stríð Ísrael og hryðjuverkasamtakanna Hamas hófst. Húta hafa nýlega gert árásir á skip sem hafa bein tengsl við Ísrael. Hamas hafa fagnað ákvörðuninni. 

Fyrir viku skaut banda­ríski tund­ur­spill­ir­inn USS Car­ney niður þrjá dróna sem tóku á loft frá þeim hluta Jemen sem eru und­ir stjórn Húta.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert