Heilbrigðiskerfið á Gasa í rúst

Frá sjúkrahúsi í suðurhluta Gasa.
Frá sjúkrahúsi í suðurhluta Gasa. AFP

Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs hafa stórslysaleg áhrif á heilsu fólks á Gasaströndinni, segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, fram­kvæmda­stjóri Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­arinnar (WHO). Talið er að um 17 þúsund manns hafi látist á Gasaströndinni.

Á sérstökum fundi WHO sem snerist um heilbrigðismál í Palestínu nefndi Ghebreyesus að heilbrigðistarfsfólk á Gasaströndinni ynni „ómögulegt“ starf í óhugsanlegum aðstæðum.

„Áhrif átakanna á heilsu eru stórslysaleg,“ sagði framkvæmdastjórinn. Hann varaði við aukinni hættu á dreifingu sjúkdóma sökum þess að aðgengi að vatni, mat, skjóli og hreinlætisaðstöðum sé af afar skornum skammti á Gasa.

„Heilbrigðiskerfi Gasastrandarinnar er á hnjánum og að hrynja,“ sagði Ghebreyesus og bætti við að aðeins væri starfsemi í 14 af 36 sjúkrahúsum á svæðinu og aðeins tvö væru á norðanverðri ströndinni.

Tedros Adhanom Ghebreyesus.
Tedros Adhanom Ghebreyesus. AFP

450 árásir á heilbrigðisþjónustu

Eftir hryðjuverkaárás Hamas í Ísrael þann 7. október, þar sem Hamas-liðar drápu 1.200 manns, hafa ísraelsk stjórnvöld heitið því að útrýma Hamas. Líkt og áður sagði hafi 17.700 manns á Gasasvæðinu látist, samkvæmt palestínska heilbrigðisráðuneytinu, sem er stýrt af Hamas.

Stjórnvöld beggja vegna segja meginþorra látinna hafa verið óbreytta borga.

WHO hefur staðfest rúmlega 450 árásir á heilbrigðisþjónustu á Gasaströnd og á Vesturbakkanum frá því að stríðið hófst. Þá hefur Ísrael staðfest 60 árásir á heilbrigðiskerfið í Ísrael.

Frá Khan Younis á Suður-Gasaströnd.
Frá Khan Younis á Suður-Gasaströnd. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka