Segja gíslana dauðadæmda að óbreyttu

Fjölda er enn saknað.
Fjölda er enn saknað. Alex Wong/Getty Images/AFP

Palestínsku hryðjuverkasamtökin Hamas segja að enginn gísl muni yfirgefa Gasasvæðið á lífi nema kröfur þeirra verði samþykktar.

Þegar Hamas-liðar gerðu árás á Ísrael þann 7. október tóku þeir fjölda fólks sem gísla. Búið er að sleppa nokkrum fjölda þeirra, en þó eru enn margir í haldi Hamas.

„Hvorki fasistaóvinurinn, og hrokafull forysta hans, né stuðningsmenn hans geta fengið fanga sína á lífi án þess að skiptast á og semja og mæta kröfum andstæðingsins,“ sagði Abu Obeida, talsmaður Hamas, í dag.

Aðstandendur vilja fá sitt fólk heim.
Aðstandendur vilja fá sitt fólk heim. AFP/Marco Longari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert