Segja tugi liðsmanna Hamas hafa gefist upp

Hamas-hryðjuverkasamtökin hafa neitað að staðfesta uppgjöf meðlima sinna. Ísraelskir skriðdrekar …
Hamas-hryðjuverkasamtökin hafa neitað að staðfesta uppgjöf meðlima sinna. Ísraelskir skriðdrekar eru komnir að aðalvegi borgarinnar Khan Younis, sem liggur frá norðri til suðurs. Ísraelsher stendur áfram að loftárásum í vesturluta borgarinnar. AFP

Á meðan harðir bardagar geisa á Gasasvæðinu, segja Ísraelar tugi meðlima Hamas-hryðjuverkasamtakanna hafa gefist upp í norðurhluta Gasa þar sem Ísraelsher hóf innrás fyrir um sex vikum eða svo.

BBC greinir frá.

Hamas hafa neitað að staðfesta uppgjöf meðlima sinna. Ísraelskir skriðdrekar eru komnir að aðalvegi borgarinnar Khan Younis, sem liggur frá norðri til suðurs. Ísraelsher stendur áfram að loftárásum í vesturhluta borgarinnar.

Það er talið líklegt að leiðtogar Hamas-hryðjuverkasaamtakanna kunni að leynast í borginni. 

Merkja minni samningsvilja

Qatar merkja minni samningsvilja hjá Hamas-hryðjuverkasamtökunum um mögulegt vopnahlé og að þeim gíslum verði sleppt sem enn eru í haldi samtakanna. Enn eru fleiri en 100 gíslar í haldi Hamas-hryðuverkasamtakanna.

Á sama tíma hefur Hamas hótað Ísraelum því að fleiri gíslum verði ekki sleppt fyrr en farið hafi verið að kröfum Hamas-liða um fangaskipti. 

Palestínskir aðgerðarsinnar hafa kallað eftir alheimsverkfalli sem þætti í samhæfðu átaki til að þrýsta á Ísraela um vopnahlé. Ísraelar hafa sagt að ekki sé hægt að leggja niður vopn fyrr en Hamas hafi verið útrýmt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert