Yfir 100 ísraelskir hermenn týnt lífi í bardögunum

Talsmaður ísraelska hersins sagði við AFP fréttastofuna að tala látinna …
Talsmaður ísraelska hersins sagði við AFP fréttastofuna að tala látinna hermanna í bardögum á jörðu niðri á Gasasvæðinu hafi náð 101 eftir að þrír hermenn til viðbótar týndu lífinu. AFP

Yfir 100 ísraelskir hermenn hafa týnt lífinu í bardögunum á Gasasvæðinu.

Talsmaður ísraelska hersins sagði við AFP fréttastofuna að tala látinna hermanna í bardögum á jörðu niðri á Gasasvæðinu hafi náð 101 eftir að þrír hermenn til viðbótar týndu lífinu.

Talið er að um 17.500 hafi lát­ist á Gasasvæðinu frá því að stríðið hófst 7. októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert