Bandaríkjaher skaut niður fjölda dróna og eldflauga

Bandaríski sjóherinn skaut niður árásardróna Húta.
Bandaríski sjóherinn skaut niður árásardróna Húta. AFP/Bandaríski sjóherinn.

Bandarískar hersveitir skutu niður á annan tug árásardróna og nokkrar eldflaugar sem uppreisnarmenn Húta í Jemen skutu á skip á Rauðahafinu, að sögn utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna.

„Það urðu engar skemmdir á skipum á svæðinu né tilkynnt um nein meiðsl á fólki,“ segir í færslu bandaríska hersins á X.

Fyrr í kvöld lýstu Hútar á hendur sér loftárás á flutningaskip í Rauðahafinu í dag. Einnig sögðust þeir hafa beint drónaárás að hernaðarlega mikilvægum innviðum Ísraelshers í norðurhluta Ísraels.

Árásir færst í aukana

Hút­ar hafa stundað þrálát­ar eld­flauga- og dróna­árás­ir á flutn­inga­skip frá því stríðið á milli Ísra­els og hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as hófst þann 7. októ­ber en síðustu vik­ur hafa árás­irn­ar aðeins færst í auk­ana.

Hút­ar eru studd­ir af klerka­veld­inu Íran og seg­ir banda­ríska varn­ar­málaráðuneytið að þess­ar árás­ir Húta séu gerðar með bless­un Írans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert