Fyrsti forsætisráðherrann úr Sinn Féin

Michelle O'Neill, forsætisráðherra í heimastjórn Norður-Írlands. Sinn Féin var á …
Michelle O'Neill, forsætisráðherra í heimastjórn Norður-Írlands. Sinn Féin var á árum áður stjórnmálaarmum írska lýðveldishersins. AFP

Michelle O'Neill varð í dag fyrsti forsætisráðherra heimastjórnar Norður-Írlands úr Sinn Féin, flokk­i lýðveldissinna sem eru hlynntir sameiningu við Írland og aðskilnaði við Bret­land.

Embættisskipunin markar tímamót í norðurírskum og breskum stjórnmálum, þar sem aldrei áður hefur flokksmaður Sinn Féin, sem var eitt sinn var stjórn­mála­arm­ur írska lýðveldishersins, gegnt æðsta pólitíska embætti landsins.

Hin 47 ára O'Neill var útnefnd forsætisráðherra í heimastjórninni á þingfundi í dag.

Á sama tíma var Emma Little-Pengelly úr flokki frjálslyndra demókrata var einnig valin varaforsætisráðherra.

Ráðherra og vararáðherra með jafn mikið vald

Samkvæmt samkomulaginu sem var gert á föstudaginn langa árið 1998 – sem batt enda á þriggja áratuga átök milli Breta á Norður-Íra – eru forsætisráðherra og varaforsætisráðherra jafn valdamiklir, þ.e. Little-Pengley og O'Neill hafa jafn mikið vald.

En það þykir samt sem áður ákaflega táknrænt að á þinginu skuli skipaður kaþólskur ráðherra úr flokki norðurírskra lýðveldissinna, í þjóð sem er undir stjórn Bretlands – þar sem er mótmælendatrú er ríkjandi.

„Þetta er sögulegur dagur og hann markar nýja dagrenningu,“ sagði O'Neill við þingmenn, stuttu eftir að hún var skipuð í embætti. Hún bætti við að kynslóð foreldra hennar hefði ekki getað ímyndað sér að þetta myndi gerast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert