20 ár frá sögulegri friðarsátt

Leiðsögumaðurinn Peadar Whelan fer um slóðir Vandræðanna með ferðamenn í …
Leiðsögumaðurinn Peadar Whelan fer um slóðir Vandræðanna með ferðamenn í Belfast fyrir nokkrum dögum. Enn eru háar og langar girðingar í borginni sem skilja að hverfi mótmælenda og kaþólskra. AFP

Rætur spennunnar sem ríkt hefur milli kaþólskra og mótmælenda á Norður-Írlandi liggja langt aftur en í þrjá áratugi á síðustu öld breyttist hún í blóðuga borgarastyrjöld sem lauk með friðarsamkomulagi fyrir tveimur áratugum. Þá höfðu meira en 3.500 manns fallið í valinn og þúsundir særst. 

Átökin voru kölluð Vandræðin, The Troubles, og enn eimir eftir af ósætti milli þessara hópa þó að skýringin felist mun frekar í aðstöðumun og lífsgæðum en trúarbrögðunum sjálfum. Mótmælendur eru flestir sambandssinnar, þ.e. þeir vilja tilheyra Bretlandi, á meðan kaþólskir vilja sjálfstæði og sameinast Írlandi.

Enn eru uppi girðingar og múrar milli hverfa, m.a. í höfuðborginni Belfast, þó að stefnt sé að því að rífa þær niður í nánustu framtíð. 

Við Shankill-götu árið 1970 er Vandræðin voru hafin fyrir alvöru. …
Við Shankill-götu árið 1970 er Vandræðin voru hafin fyrir alvöru. Sambandssinnar höfðu yfirráð í hverfinu og Írski lýðveldisherinn, IRA, gerði þar mannskæða sprengjuárás árið 1993. Af Wikipedia

Hinir gelísku heiðingjar, frumbyggjar Norður-Írlands, tóku upp kristni á fimmtu öld er heilagur Patrekur, sem nú er verndardýrlingur Írlands, hóf þar trúboð. 

Mótmælendatrú kynntust íbúarnir á tólftu öld með innrásarherjum Engilsaxa og styrktist hún í sessi um 1556 er Englendingar hófu að senda mótmælendur til svæðisins til að setjast að á jörðum sem áður höfðu tilheyrt kaþólskum en höfðu verið gerðar upptækar af innrásarliðinu.

Kaþólskir voru þó áfram í meirihluta íbúa Írlands nema í norðausturhluta þess.

Ógurleg hungursneyð

Mikil hungursneyð gekk yfir landið á árunum 1845-1848 er uppskerubrestur varð á kartöfluökrunum. Talið er að allt að ein og hálf milljón manna hafi dáið úr sjúkdómum eða svelti og að um milljón hafi orðið að leggja á flótta. Margir flúðu til Bandaríkjanna. 

Írski lýðveldisherinn,hópur kaþólskra skæruliða, hóf baráttu fyrir sjálfstæði frá Bretum árið 1919. Í því borgarastríði klofnaði Írland í tvennt; Í Írland og Norður-Írland þar sem meirihluti íbúanna var mótmælendur. Það var þó ekki fyrr en árið 1949 sem lýðveldið Írland var stofnað en Norður-Írland var áfram hluti af Bretlandi.

Kaþólskir nutu minni réttinda en mótmælendur á Norður-Írlandi. Þeir höfðu til dæmis takmarkaðan kosningarétt, bjuggu í verra húsnæði og fengu lélegri störf. Þetta varð að lokum til þess að miklar óeirðir brutust út árið 1968 sem enduðu með því að breskt herlið var hvatt á vettvang til að reyna að stilla til friðar. 

Þar með hófst þriggja áratuga blóðug borgarastyrjöld sem hefur verið kölluð Vandræðin, The Troubles. 

Árásir hefjast

Árið 1970 hóf Írski lýðveldisherinn (IRA), sem byggði á grunni þess hóps sem hóf sjálfstæðisbaráttuna snemma á 20. öldinni, að standa fyrir sprengju- og skotárásum sem beindust gegn breska herliðinu. Einnig spruttu upp skæruliðahópar mótmælenda. 

Einn versti kafli borgarastríðsins hefur verið kallaður Blóðugi sunnudagurinn,BloodySunday, sem varð í janúar árið 1972. Þá skutu breskir hermenn á friðsamlega mótmælagöngu kaþólskra með þeim afleiðingum að fjórtán létust. 

Margar ótrúlegar fréttamyndir eru til frá borgarastríðinu í Belfast. Hér …
Margar ótrúlegar fréttamyndir eru til frá borgarastríðinu í Belfast. Hér gætir skæruliði fólks á gangi í einu hverfi borgarinnar. Af Wikipedia

Í mars það ár var þingið á Norður-Írlandi leyst upp og Bretar tóku að fullu yfir stjórn landsins. 

Pólitískir fangar

Árið 1981 létust tíu IRA-liðar eftir að hafa verið í hungurverkfalli í fangelsi í Belfast. Litið var á hópinn sem pólitíska fanga og vakti mál þeirra mikla athygli um allan heim og fóru kaþólskir í kjölfarið að njóta meiri stuðnings við sinn málsstað.

Eftir langar og strembnar friðarviðræður náðist loks samkomulag á föstudeginum langa, þann 10. apríl árið 1998. Samkomulagið undirrituðu forsvarsmenn stjórnmálaafla á Írlandi, í Bretlandi og á Norður-Írlandi og naut stuðnings liðsmanna IRA. 

Upp úr því fengu Norður-Írar töluverða sjálfsstjórn á ný og ríkisstjórnin var skipuð bæði mótmælendum og kaþólskum. 

Ein mannskæðasta árásin var gerð fjórum mánuðum eftir að skrifað hafði verið undir friðarsamkomulagið er 29 létust í bænum Omagh á Norður-Írlandi er skæruliðahópur sem kallaði sig Hinn sanni IRA kom fyrir bílsprengju á markaði. Yfir 200 særðust. Árásin varð þó ekki til þess að grafa undan samkomulaginu heldur miklu frekar styrkti hún það. 

Í þessum blóðugu átökum áratuganna á undan höfðu að minnsta kosti 3.500 manns látist. 

Árið 2005 fyrirskipaði IRA félagsmönnum sínum að afvopnast og afsala sér valdi til hins pólitíska vængs samtakanna, SinnFein. 

Við götuna Falls Road í vesturhluta Belfast voru Vandræðin sérstaklega …
Við götuna Falls Road í vesturhluta Belfast voru Vandræðin sérstaklega skæð. Þar voru sett upp hlið til að girða hverfið af. Þau standa enn og er enn lokað og læst á nóttunni. mbl.is/Sunna

Leiðtogar hinna stríðandi fylkinga, mótmælandinn Ian Paisley og leiðtogi Sinn Fein, Garry Adams, áttu fund þann 26. mars árið 2007, þar sem þeir innsigluðu sögulegar sættir sem leiddu til þess að Norður-Írar fengu aftur sjálfsstjórn sína þetta sama ár og breska herliðið hvarf á braut.

Deilurnar eru oft sagðar vera milli kaþólskra og mótmælenda en í raun eru þær miklu frekar af pólitískum toga þó að ræturnar liggi í ólíkum trúarbrögðum. Meirihluti mótmælenda vill halda sambandinu við Breta á meðan kaþólskir hafa viljað sameinast Írlandi. Þá hefur baráttan ekki síst snúist um að jafna réttindi þessara tveggja hópa. 

Rætt um að rífa múr­ana

Umræða um að fjar­lægja múr­ana í Belfast hófst á op­in­ber­um vett­vangi árið 2008 og árið 2011 samþykkti borg­ar­stjórn að gera áætl­un um niðurrif þeirra. Ári síðar var gerð könn­un meðal íbúa og í ljós kom að 68% þeirra töldu enn þörf á múr­un­um til að koma í veg fyr­ir átök. Nú er stefnt að því að fjar­lægja þá alla fyr­ir árið 2023, svo lengi sem til­rauna­verk­efni þar um gefi góða raun.

Einn viðmælandi hennar,Jake, sagðist ekki vita hver rétti tím­inn væri til að rífa niður múranna. Sjálfsagt væri hann ekki til. „Þurfa tvær kyn­slóðir hafa búið við frið?“ spurði hann en ein hef­ur þegar vaxið úr grasi eft­ir að friðarsam­komu­lagið var und­ir­ritað. „Eða eig­um við að láta líða þrjá­tíu ár? Átök­in stóðu í þrjá­tíu ár. Er þá þarft að halda friðinn í þrjá ára­tugi áður en múr­arn­ir verða felld­ir?“

Víða í Belfast má finna litríkar veggmyndir. Sumar þeirra eru …
Víða í Belfast má finna litríkar veggmyndir. Sumar þeirra eru nokkuð pólitískar. mbl.is/Sunna

Hann sagði stjórn­mála­menn­ina ekki búa við múr­inn og inni í hverf­un­um þar sem minn­ing­ar um stríðsátök, of­beldi og sár­an missi eru enn ljós­lif­andi. „Þeir búa ekki við þetta ör­yggis­teppi sem múr­inn er í dag.“

Hvað ger­ist þegar hann fer er erfitt að segja fyr­ir um. En margt er á réttri leið þó að enn ríki tor­tryggni og aðskilnaður milli hópa.

„Það er svo gott að sjá börn­in mín al­ast upp án þess að hafa kynnst Vand­ræðunum af eig­in raun,“ sagði Jake. „Og ég vona að ég lifi nógu lengi til að sjá múr­inn fara.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert