Hvetur til fjöldaframleiðslu vopna í Evrópu

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. AFP

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, segir brýnt að Evrópuríki auki framleiðslu á vopnum og bendir á að álfan lifi ekki á friðartímum.

„Það er bráðnauðsynlegt að auka framleiðslu á vopnum vegna þess að hinn sársaukafulli veruleiki er sá að við lifum ekki á friðartímum,“ sagði Scholz við fréttamenn í dag og benti á stríð Rússa gegn Úkraínumönnum.

Vopnaloforð ófullnægjandi

Hann segir að fara verði í fjöldaframleiðslu á vopnum og heldur því fram að þeir sem vilji frið verði að geta fækkað árásarmönnum með góðum árangri.

Kanslarinn ítrekaði einnig að vopnaloforð annarra ESB-ríkja fyrir Úkraínu væru enn ófullnægjandi.

ESB-ríkin hafa komið á fót sameiginlegu fjármögnunarkerfi til að mæta eftirspurn Úkraínumanna eftir vopnum en þau hafa átt í erfiðleikum með að standa við loforð um vopnasendingarnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert