Snýr aftur á þing og er enn með 15 ára kærustu

Mike Villa Fon­seca er hættur í veikindaleyfi.
Mike Villa Fon­seca er hættur í veikindaleyfi. Skjáskot/Instagram

Danski þingmaður­inn Mike Villa Fon­seca hefur aftur tekið sæti á danska þinginu, Folketinget, eftir tæplega þriggja mánaða veikindaleyfi. Hann snéri aftur í síðustu viku.

Fonseca fór í veikindaleyfi eftir að greint var frá því í dönskum fjölmiðlum að hann ætti fimmtán ára gamla kærustu. Sjálfur er Fonseca 28 ára gamall. Hann er enn í sambandi með stúlkunni. 

Eftir að upp komst um sambandið sagði Fonseca skilið við stjórnmálaflokk sinn Modera­ter­ne, þar sem sam­band hans við stúlk­una braut gegn siðaregl­um flokks­ins. Hann er því nú þingmaður utan flokka. 

Í samtali við danska fjölmiðilinn TV2 segir Fon­seca að hann mun leggja hart að sér sem þingmaður utan flokka. Hann sé á þingi til að hafa áhrif.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert