Fá 95 milljarða hernaðaraðstoð frá Svíþjóð

Pal Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar.
Pal Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar. AFP/John Thys

Svíar ætla að gefa Úkraínumönnum hergögn að andvirði 7,1 milljarðs sænskra króna, eða um 95 milljarða íslenskra króna.

Hergöngin munu skipta sköpum fyrir Úkraínu sem hefur átt í hörðum bardögum við Rússa, sem réðust inn í landið fyrir tveimur árum síðan.

„Ástæðan fyrir því að við höldum stuðningi okkar áfram við Úkraínu snýst um mannúð og velsæmi. Rússland hóf ólöglegt og óverjanlegt stríð án þess að þeim hafði verið ögrað,” sagði Pal Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, á blaðamannafundi þar sem hann tilkynnti um aðstoðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka