Kínverjar mótmæla ákvörðun Bandaríkjanna

Reykur á Gasasvæðinu eftir loftárás Ísraelshers í gær.
Reykur á Gasasvæðinu eftir loftárás Ísraelshers í gær. AFP/Said Khatib

Kínversk stjórnvöld segja ákvörðun Bandaríkjanna um að beita neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu um vopnahléstillögu á Gasasvæðinu gera ástandið „jafnvel enn hættulegra”.

Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði atkvæðagreiðsluna „óskhyggju og ábyrgðarlausa” og að hún gæti sett í hættu samningaviðræður um að frelsa gísla á Gasasvæðinu.

Lönd á borð við Kína, Rússland, Sádi-Arabíu, Frakkland og Slóveníu gagnrýndu ákvörðun Bandaríkjamanna.

„Kína kaus með tillögunni,” sagði Mao Ning, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins.

„Enn og aftur hafa Bandaríkin beitt neitunarvaldi sínu og gert ástandið á Gasasvæðinu jafnvel enn hættulegra. Allir þeir sem tengjast málinu hafa lýst yfir miklum vonbrigðum og mikilli óánægju,” sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert