Danir semja við Úkraínu til næstu 10 ára

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnir öryggis- og varnarsamstarf við Úkraínu.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnir öryggis- og varnarsamstarf við Úkraínu. AFP

Dönsk og úkraínsk stjórnvöld hafa samið um aukið öryggis- og varnarsamstarf til næstu tíu ára. Samningurinn er metinn á 1,7 milljarða danskra króna, eða sem jafngildir 34 milljörðum íslenskra króna.

Nýlega skrifaði Úkraína undir sambærilega samninga við Þýskaland, England og Frakkland.

„Samkomulagið felur í sér að gerður verði gagnkvæmur rammasamningur um stuðning við her og borgara fyrir næstu tíu árin,“ segir í tilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu.

Sérstakur Úkraínusjóður á vegum danska ríkisins, sem er metinn á 69,1 milljarð danskra króna, mun fjármagna stuðninginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert