Skutu niður rússneska njósnaflugvél

Úkraínskir hermenn á heræfingu í dag.
Úkraínskir hermenn á heræfingu í dag. AFP/Anatolii Stepanov

Úkraínumenn segjast hafa skotið niður rússneska njósnaflugvél yfir Asovshafi í dag.

„Önnur verðmæt rússnesk A-50U flugvél var skotin niður yfir Asovshafi,“ segir í tilkynningu frá úkraínska hernum. Yfirvöld í Rússlandi hafa ekki viljað staðfesta þessar fregnir.

Úkraínumenn sögðust síðast í janúar hafa skotið niður rússneska A-50 vél, þá einnig í Asovshaf sem liggur á milli Rússlands og Úkraínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert