Úkraína nær NATO en nokkru sinni fyrr

Jens Stoltenberg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins.
Jens Stoltenberg, fram­kvæmda­stjóri Atlants­hafs­banda­lags­ins. AFP

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), hvetur Úkraínumenn til að missa ekki vonina, en í dag eru tvö ár liðin frá innrás Rússa í Úkraínu.

„Ástandið á vígvellinum er enn afar alvarlegt. Markmið Pútíns að ráða yfir Úkraínu hefur ekki breyst og ekkert bendir til þess að hann sé að búa sig undir frið,“ sagði Stoltenberg í dag.

„En við megum ekki missa kjarkinn,“ bætti hann við og lofaði aukinni hernaðaraðstoð frá NATO-ríkjunum, svo sem skotfærum, loftvörnum og orrustubátum.

Pútín náð fram hinu gagnstæða

Hann sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseta hafa herjað stríð sitt til að loka dyrunum fyrir hugsanlegri aðild Úkraínu að NATO.

„En hann hefur náð fram hinu gagnstæða: Úkraína er nú nær NATO en nokkru sinni fyrr.“

Þá sagði hann það ekki vera spurning um hvort, heldur hvenær Úkraína fengi aðild að bandalaginu.

Margir vestrænir leiðtogar eru mættir til Kænugarðs til að sýna Úkraínumönnum stuðning nú þegar tvö ár eru liðin frá innrás Rússa í landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert