Vopnahlé myndi tefja sókn inn í Rafha

Meira en helmingur íbúa Gasa dvelur nú í Rafha.
Meira en helmingur íbúa Gasa dvelur nú í Rafha. AFP/Said Khatib

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði að mögulegt vopnahlé myndi einungis tefja sókn Ísraelshers inn í borgina Rafha, þar sem um helmingur íbúa Gasa dvelur nú. 

Viðræður um vopnahlé fara nú fram í Doha í Katar. Sendinefndir frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar funda ásamt Ísraelsmönnum og hryðjuverkasamtökunum Hamas. 

Bandaríkjamenn greindu frá því að viðræðurnar hefðu leitt af sér „skilning“ um vopnahlé og frelsun gísla. Heimildir AFP innan Hamas herma að samtökin krefjist þess að Ísraelsmenn dragi her sinn til baka. 

Netanjahú sagði að sókn inn í borgina Rafha, sem liggur við landamærin að Egyptalandi, myndi leiða til „algjörs sigurs“ yfir Hamas innan fárra vikna. 

„Ef við komumst að samkomulagi, tefst það [sigur] aðeins, en það mun gerast,“ sagði forsætisráðherrann í viðtali við CBS. 

„Ef við komumst ekki að samkomulagi, gerum við það samt,“ sagði hann og átti við sóknina inn í Rafha þar sem 1,4 milljónir Palestínumanna dvelja. Flestir eru flóttamenn frá norðurhluta Gasa. 

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels.
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. AFP/Ronen Zvulun/Pool
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert