Biden vonast eftir vopnahléi eftir viku

Joe Biden Bandaríkjaforseti fór til New York í dag.
Joe Biden Bandaríkjaforseti fór til New York í dag. AFP/Jim Watson

Joe Biden Bandaríkjaforseti vonast eftir vopnahléi á Gasa eftir viku. 

Sendinefndir Egypta, Katara, Bandaríkjamanna og Frakka hafa fundað með Ísraelsmönnum og Hamas síðustu daga með það að leiðarljósi að koma á vopnahléi og frelsa gísl. 

Biden var spurður í heimsókn í New York í dag hvenær vopnahlé gæti hafist. 

„Þjóðaröryggisráðgjafi minn segir mér að við séum nálægt því, við erum nálægt því, við erum ekki búin enn,“ sagði hann og bætti við: „Von mín er að næsta mánudag verði vopnahlé.“

Fundað var í París í Frakklandi um helgina án fulltrúa Hamas og eftir það funduðu sérfræðingar í Doha í Katar ásamt Hamas-liðum. 

Greint hefur verið frá því að Hamas krefjist þess að Ísraelsmenn dragi allan her sinn til baka frá Gasa en Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur sagt þá kröfu „fáránlega“. 

Netanjahú sagði um helgina að vopnahlé myndi einungis tefja sókn inn í borgina Rafha. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert