Látinn eftir að hafa kveikt í sér við sendiráð

Maðurinn kveikti í sér í gær og lést af sárum …
Maðurinn kveikti í sér í gær og lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. AFP/Mandel Ngan

Karlmaður í Bandaríkjunum er látinn eftir að hafa kveikt í sér og öskrað „frjáls Palestína“ fyrir utan sendiráð Ísraels í Washington DC í gær.

Maðurinn var auðkenndur af lögreglunni í Washington sem hinn 25 ára gamli Aaron Bushnell frá Texas og var hann liðsmaður banda­ríska flug­hers­ins.

At­vikið gerðist í gær klukk­an 13 að staðar­tíma, eða klukk­an 18 að ís­lensk­um tíma.

ABC News greinir frá.

Streymdi atvikinu á Twitch

Bushnell streymdi atvikinu í beinni útsendingu á Twitch og hefur ABC News komist yfir þá upptöku.

Í myndskeiðinu heyrist Bushnell segja: „Ég mun ekki lengur vera samsekur í þjóðarmorði“, og öskraði hann ítrekað „frjáls Palestína“.

Maðurinn var fluttur á sjúkrahús meðvitundarlaus en lést svo af sárum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert