Segir Ísraela ætla að leggja niður vopn í Ramadan

Joe Biden ásamt Seth Meyers.
Joe Biden ásamt Seth Meyers. AFP/Jim Watson.

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að ísraelsk yfirvöld hafi samþykkt að gera hlé á hernaði sínum á Gasasvæðinu á meðan á Ramadan stendur, heilögum mánuði múslima. Þetta sé hluti af samningi um vopnahlé sem er í undirbúningi.

„Ramadan er að hefjast og Ísraelar hafa náð samkomulagi um að fara ekki í nein átök þá, til að fá aukinn tíma til að ná öllum gíslunum í burtu,” sagði Biden í viðtali við Seth Meyers á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC.

Föstumánuðurinn stendur yfir frá 10. mars til 8. apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert