Segjast hafa fundið lík Baird og Davies

Lögreglan í Nýju Suður-Wales á vettvangi í gær í Bungonia.
Lögreglan í Nýju Suður-Wales á vettvangi í gær í Bungonia. AFP/Hilary Wardhaugh

Ástralska lögreglan segir tvö lík hafa fundist í tengslum við leitina að þeim Jesse Baird og Luke Davies.

„Við erum sannfærð um að við höfum fundið Luke og Jesse,” sagði Karen Webb, lögreglustjóri í Nýju Suður-Wales.

Lögreglumaðurinn Beaumont Lamarrre-Condon, sem átti í ástarsambandi við sjónvarpsmanninn Baird, hefur verið kærður vegna morðsins á Baird og kærasta hans Davies.

AFP/Hilary Wardhaugh

Líkin fundust í dreifbýli í bænum Bungonia. 

Að sögn rannsóknarlögreglunnar Daniels Doherty fundust líkamsleifarnar „skammt frá inngangi eignarinnar”. Reynt hafði verið að „hylja líkin með steinum og rusli”.

Hann bætti við að lögreglan teldi að tveir „brimbrettapokar” hefðu verið notaðir til að flytja líkin í hvítum sendiferðabíl frá heimili Baird í borginni Paddington, þar sem talið er að mennirnir hafi verið myrtir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert