Biden „hæfur til starfa“

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Jim Watson

Joe Biden Bandaríkjaforseti er enn „hæfur til starfa“ og hafa engar verulegar breytingar orðið á heilsu hans. Þetta voru niðurstöður árlegrar læknisskoðunar sem Biden gekkst undir í dag. 

„Hann er áfram hæfur til að sinna skyldum sínum og mun sinna þeim skyldum án undanþága eða breytinga,“ sagði í yfirlýsingu Kevin O'Connor, læknis í Hvíta húsinu.

Biden er 81 árs gamall og ef hann nær end­ur­kjöri í kosn­ing­un­um í nóv­em­ber verður hann orðinn 86 ára þegar því kjör­tíma­bili lýk­ur. 

Helstu breytingar á heilsufari Bidens frá því í fyrra er að nú glímir hann við kæfisvefn og hefur þurft að gangast undir neyðartannaðgerð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert