Karólínska sjúkrahúsið í sjöunda sæti

Björn Zöega lætur af störfum sem forstjóri Karólínska sjúkrahússins í …
Björn Zöega lætur af störfum sem forstjóri Karólínska sjúkrahússins í næstu viku. mbl.is

Karólínska sjúkrahúsið í Svíþjóð er í sjöunda sæti lista Newsweek yfir bestu sjúkra­hús í heimi og fellur því um eitt sæti á milli ára. Björn Zöega hættir sem forstjóri sjúkrahússins á mánudag. 

Newsweek og Statista hafa gefið út lista yfir bestu sjúkrahús heims árlega frá árinu 2019. Karólínska sjúkrahúsið hefur verið í eitt af efstu tíu sætum listans síðustu fimm ár. 

Listinn í ár inniheldur 2.400 sjúkrahús í 30 löndum og er byggður á meira en 85 þúsund matsgerðum sérfræðinga, ánægju sjúklinga, hreinlæti og hlutfalli sjúklinga á hvern lækni. 

Bestu fimm sjúkrahúsin samkvæmt listanum eru öll í Norður-Ameríku en Mayo Clinic í Minnesota er talinn besti spítali heims. Í öðru sæti er Cleveland Clinic og í því þriðja er Toronto General-sjúkrahúsið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert