Karólínska hefur eytt 93% biðlistanna

Björn Zoëga hefur verið forstjóri Karolinska frá 2019.
Björn Zoëga hefur verið forstjóri Karolinska frá 2019. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þegar ég kom úr sumarfríi í fyrra þá kallaði ég stjórnendur mína til fundar og spurði hvort við ættum ekki að losa okkur við biðlistana sem safnast höfðu upp á spítalanum.“ Þannig lýsir Björn Zoëga, forstjóri Karólínska háskólasjúkrahússins, stóru átaksverkefni sem hann hleypti af stokkunum um mitt ár í fyrra og skilað hefur miklum árangri, jafnt fyrir skólstæðinga sjúkrahússins og það sjálft. Lýtur það að því að vinna niður biðlista vegna aðgerða á stofnuninni.

„Það var ekki einhugur um að þetta væri góð hugmynd og þegar við bárum þetta undir fleiri stjórnendur virtust sumir á þeirri skoðun að biðlistar væru æskilegir. Þeir gæfu til kynna að fólk kynni að meta þjónustuna og leitaði til okkar frekar en annarra. Ég er hins vegar sannfærður um að batahorfur fólks séu betri eftir meðferð en fyrir,“ útskýrir Björn.

Ekki er ár liðið síðan starfsfólk sjúkrahússins lagði af stað í þennan leiðangur en í upphafi hans voru 88 biðlistar af þessu tagi til staðar. Nú eru þeir hins vegar sex talsins.

„Þetta var hægt án þess að keyra fólk gjörsamlega út þótt þetta hafi reynt á. Þetta hefur hins vegar gert okkur stoltari og einbeittari í að ná framúrskarandi árangri,“ segir Björn.

Fyrr á þessu ári var tikynnt að Karólínska háskólasjúkrahúsið sæti í sjötta sæti lista Newsweek yfir bestu sjúkrahús í heimi. Hafði það færst upp um eitt sæti milli ára, velt Charité-háskólasjúkrahúsinu í Berlín úr fyrrnefndu sæti. Markaði það nokkur tímamót þar sem Karólínska er samkvæmt þessum lista besta sjúkrahús Evrópu.

Björn tók við forstjórastólnum í apríl 2019 og í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag ræðir hann þá stóru áskorun sem fólst í að snúa gegndarlausum taprekstri í hagnað.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK