Tveir vélsleðamenn fundust látnir á Grænlandi

Nuuk á Grænlandi.
Nuuk á Grænlandi. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Tveir 22 ára karlmenn hafa fundist látnir á Arqitsoq-svæðinu í Nuuk á Grænlandi eftir að snjóflóð féll þar í gærkvöldi.

Mennirnir höfðu verið þar á vélsleða.

Í tilkynningu grænlensku lögreglunnar á Facebook kemur fram að lífgunartilraunir á staðnum hafi ekki borið árangur. Ekki er talið að fleiri hafi verið á ferðinni og hefur leitinni sem hófst í gærkvöldi því verið hætt.

Miðstöð var sett upp í slökkviliðsstöðinni í Nuuk þar sem fólk gat fengið áfallahjálp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert