Annar unglingspiltur kærður fyrir hnífstungu

Lögreglunni í Kaupmannahöfn barst tilkynning um hnífstungu í mosku snemma …
Lögreglunni í Kaupmannahöfn barst tilkynning um hnífstungu í mosku snemma á laugardagsmorguninn. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur handtekið og kært annan unglingspilt vegna hnífstunguárásar sem var gerð í mosku í norðvesturhluta Kaupmannahafnar á laugardaginn.

Um er að ræða 15 ára dreng. Hann hefur verið handtekinn og er sá fjórði sem er grunaður í málinu. Hann hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps, segir lögreglan á samfélagsmiðlinum X.

Auk hans hafa tveir piltar á aldrinum 15 og 17 ára verið handteknir. Þeir voru í gær úrskurðaðir í tíu daga gæsluvarðhald. Þá er 61 árs karlmaður kærður fyrir tilraun til manndráps og var hann úrskurðaður í 11 daga gæsluvarðhald.

Lögreglunni barst tilkynning um hnífstungu snemma á laugardagsmorgun. 27 ára karlmaður var fluttur á sjúkrahús og var í kjölfarið tilkynnt að hann væri ekki í lífshættu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka