Fundu lík tveggja í ánni

Viðbragðsaðilar leita enn fjögurra einstaklinga sem allir eru taldir látnir.
Viðbragðsaðilar leita enn fjögurra einstaklinga sem allir eru taldir látnir. AFP/Scott Olson

Viðbragðsaðilar hafa fundið og náð líkum tveggja sem féllu í Patapsco-ána í bandarísku borginni Baltimore aðfaranótt þriðjudags þegar Francis Scott Key-brúin hrundi á augabragði er flutningaskip sigldi á hana.

Látnu voru hinn 35 ára Alejandro Hernandez Fuentez og hin 26 ára Darlene Rania El Castillo Cabrera. Lík þeirra fundust í rauðum pallbíl á botni árinnar. 

BBC greinir frá.

Sex var saknað

Alls eru sex talin hafa látið lífið í slysinu og eru viðbragðsaðilar enn að störfum á vettvangi við ná fjórum til viðbótar úr ánni. 

Aðstæður eru taldar óöruggar fyrir kafara að svo stöddu vegna steypu- og stálbita úr brúnni sem umlykja birfreiðar hinna látnu í vatninu.

Tveimur bjargað

Alls féllu átta ofan í ána þegar flutningaskipið sigldi á brúna. Tveimur var bjargað úr ánni, annar var illa slasaður en hinn slapp ómeiddur.

Fólkið var við vinnu á brúnni að fylla í holur þegar slysið varð. Eru þau öll talin innflytjendur af suðuramerískum uppruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert