„Síðan heyrðust hræðileg öskur“

Skólalóðin var girt af í morgun.
Skólalóðin var girt af í morgun. AFP/Markku Ulander / Lehtikuva

Vitni sagði í samtali við finnska blaðið Iltalehti að byssuskot hefðu ómað víðs vegar um skólalóðina þegar skotárásin var gerð í grunnskólanum Viertolan í morgun.  

„Fyrst áttaði ég mig ekki á því að þetta væri vopn. Síðan heyrðust hræðileg öskur og börn hlupu yfir skólalóðina,” sagði vitnið.

Finnska lögreglan rannsakar málið.
Finnska lögreglan rannsakar málið. AFP/Markku Ulander/Lehtikuva

Tólf ára barn lést og tvö særðust alvarlega eftir að tólf ára drengur hóf skothríð á skólafélaga sína í skólanum sem er í borginni Vantaa norður af Helsinki, höfuðborg Finnlands.

Áður en drengurinn var handtekinn hvatti lögreglan almenning til að halda sig frá svæðinu, vera innandyra og opna ekki dyrnar fyrir ókunnugu fólki.

Lögreglustjórinn Seppo Kolehmainen á blaðamannafundi í morgun.
Lögreglustjórinn Seppo Kolehmainen á blaðamannafundi í morgun. AFP/Markku Ulander/Lehtikuva

Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, segist vera „í miklu áfalli” vegna þess sem gerðist og að hugur hans sé hjá fórnarlömbunum, ættingjum, öðrum nemendum og starfsfólki skólans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert