„Enginn skaði fyrir heiminn“

OJ Simpson lést í dag 76 ára að aldri.
OJ Simpson lést í dag 76 ára að aldri. AFP

Fred Goldman, faðir Ronald Goldmans sem var annað tveggja fórnarlamba í morðmáli sem leiddi til ákæru OJ. Simpson, hefur tjáð sig um andlát fyrrverandi ruðningsleikmannsins.

„Þetta er engin skaði fyrir heiminn, þetta er einungis áminning um að Ron sé farinn,“ er haft eftir föður Goldman. Fred var alla tíð sannfærður um sekt Simpson. 

Simpson var ákærður fyrir morðið á Ron og Nicole Brown Simpson eiginkonu sinni árið 1995.

Morð sem vöktu mikla athygli

Réttarhöldin vöktu gríðarlega mikla athygli og gerðir hafa verið heimildarþættir sem og leiknir þættir um Simpson og réttarhöld aldarinnar eins og þau voru nefnd.

Sjálfur hélt Simpson fram sakleysi sínu alla tíð. Frægt er þegar lögfræðingar Simpson létu hann máta leðurhanska sem fannst á vettvangi.

Hanskinn passaði ekki og er talið að það hafi riðið baggamuninum um sýknudóm hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert