Enn logar eldur í Børsen

Eldurinn kviknaði í Børsen klukkan 5.30 að íslenskum tíma í …
Eldurinn kviknaði í Børsen klukkan 5.30 að íslenskum tíma í morgun. Kort/mbl.is

Ekki hefur enn tekist að slökkva eldinn að fullu í gömlu kauphöllinni, Børsen, í miðborg Kaupmannahafnar en eldurinn kviknaði í þessu sögufræga húsi klukkan 5.30 að íslenskum tíma í morgun.

Hafin hefur verið áætlun að ná að slökkva eld í brunna hluta hússins og segir Frank Trier Mikkelsen, upplýsingafulltrúi hjá neyðarlínunni í Kaupmannahöfn, að erfitt sé að leggja mat á hvenær eldurinn verði loks slökktur. Hann vonast til að það gerist á næsta sólarhring.

Eldsupptökin eru enn ókunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert