Fordæmir árásina á Fico

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AFP/Christophe Archambault

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, fordæmir árásina sem gerð var fyrr í dag á Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu.

Í yfirlýsingu á X segir von der Leyen að slíkt ofbeldi eigi ekki heima í samfélaginu og grafi undan lýðræðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert