Donald Trump bar ekki vitni

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Lögmenn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, luku málflutningi sínum í dag án þess að Trump bæri vitni í málinu. Trump hefur hins vegar ítrekað gefið í skyn að hann muni bera vitni.

Sonur Trump, Donald Trump yngri, varði ákvörðun föðurs síns um að bera ekki vitni í málinu.

„Það er engin ástæða, ekkert sem réttlætti það að gera það. Allir sjá hvað þetta er,“ sagði sonur Trump fyrir utan dómshúsið, í New York í dag.

Trump er sakaður um að hafa falsað reikninga og önnur gögn í tengslum við greiðslur til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Trump og Daniels eiga að hafa átt samneyti árið 2006. Fyrsta greiðsla Trump til að þagga niður í Daniels um samneyti þeirra barst árið 2016, fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert