Átta innliggjandi eftir hrun á Mallorca

Yfirvöld á svæðinu hafa fyrirskipað þriggja daga sorgartímabil til minningar …
Yfirvöld á svæðinu hafa fyrirskipað þriggja daga sorgartímabil til minningar hinna látnu. AFP/Jaime Reina

Fjórir eru látnir og sextán særðir eftir að gólf tveggja hæða húss hrundi á vinsælu ferðamannasvæði Playa de Palma á eyjunni Mallorca í gær. Af þeim sextán sem særðust eru átta innliggjandi á sjúkrahúsi, allir frá Hollandi. 

Tvær konur frá Þýskalandi létust eftir slysið. Var önnur þeirra tvítug og hin þrítug.

Þá lést 44 ára karlmaður frá Senegal lífið og 23 ára spænsk kona, bæði voru íbúar eyjunnar.

Gólfið hrundi á gesti barsins

Veitingastaðurinn Medusa Beach Club var þar til húsa og í kjallara hússins var barinn CocoRico. Fjölmennt var á báðum stöðum þegar gólfið hrundi. 

Talið er að gólf veitingarstaðarins hafi hrunið sökum margmennis og of mikillar þyngdar með þeim afleiðingum að það hrundi á fólk sem sótti barinn í kjallara hússins. 

Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hefur vottað aðstandendum þeirra sem létust samúðarkveðjur og yfirvöld á svæðinu hafa fyrirskipað þriggja daga sorgartímabil til minningar hinna látnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert