Tveir látnir og tugir slasaðir eftir árás Rússa á byggingarvöruverslun

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Tveir létu lífið og 33 slösuðust eftir loftárás Rússa á byggingarvöruverslun í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í dag.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínumanna, fordæmdi árás Rússa og sagði hana viðbjóðslega og sagði Oleg Synegubov, ríkisstjóri í Kharkiv að í það minnsta tveir væru látnir og á fjórða tug manna slasaðir.

Í færslu sem Selenskí birti á samfélagsmiðlinum X segir hann að um 200 manns hafi verið í byggingunni þegar spengja hæfði hana. 

Aðeins brjálæðingar eins og Pútín eru færir um að drepa og hræða fólk á svona viðurstyggilegan hátt,“ segir Selenskí.

Igor Terekhov, borgarstjóri Kharkiv, lýsti árás Rússa sem hryðjuverki og segir hann að margra sé saknað eftir árásina.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert