27 létust í eldsvoða í skemmtigarði

Um 300 manns voru í byggingunni í TRP-skemmtigarðinum sem kviknaði …
Um 300 manns voru í byggingunni í TRP-skemmtigarðinum sem kviknaði í. AFP

Að minnsta kosti 27 létust í eldsvoða í skemmtigarði í borginni Rajkot á Indlandi í gærkvöldi, þar á meðal voru fjögur börn. 

Þeir sem lifðu eldsvoðann af greindu frá því að þeir þurftu að sparka niður hurðir og stökkva út um glugga til þess að komast undan eldinum. 

Börnin sem létust voru öll yngri en tólf ára gömul. Að sögn lögreglu brunnu líkin það illa að erfitt er var að bera kennsl á þau. 

Að minnsta kosti 27 létust.
Að minnsta kosti 27 létust. AFP

Breiddist hratt út 

Fyrir utan brunarústirnar stóð móðir hinnar tvítugu Ashu Kathad með mynd af dóttur sinni og beið eftir fréttum. 

„Við höfum engar upplýsingar um hana,“ sagði hún við fréttamenn í geðshræringu.

Um 300 manns voru í byggingunni í TRP-skemmtigarðinum sem kviknaði í.

Að sögn Ilesh Kher slökkviliðsmanns breiddist eldurinn hratt út svo erfitt var fyrir fólk að komast út úr byggingunni. 

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert