Byggingar hrundu og þúsundir án rafmagns

Búist er við áframhaldandi slæmu veðri. Mynd tengist frétt ekki …
Búist er við áframhaldandi slæmu veðri. Mynd tengist frétt ekki beint. Ljósmynd/Wikipedia.org

Í það minnsta 21 hafa látið lífið eftir að hvirfilbyljar og miklir stormar geisuðu um Bandaríkin síðastliðna helgi.

Reuters greinir frá þessu.

Stormurinn hafði mest áhrif í Arkansas, Texas, Kentucky og Oklahoma. Enn er búist við slæmu veðri í Georgíu-ríki ásamt Suður-Karólínu og hafa veðurviðvaranir verið gefnar út á svæðinu.

Stormurinn hefur jafnað hundruð bygginga við jörðu og voru hundruð þúsunda enn án rafmagns nú á mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert