Úkraína og Frakkland í viðræðum

Úkraínskur hermaður í Dónetsk-héraði fyrr í mánuðinum.
Úkraínskur hermaður í Dónetsk-héraði fyrr í mánuðinum. AFP/Genya Savilov

Úkraína og Frakkland hafa verið í og munu halda áfram viðræðum um mögulega hernaðarráðgjöf Frakklands við Úkraínu. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Úkraínu í kvöld.

„Eins og stendur erum við enn í viðræðum við Frakkland og önnur ríki um þetta,“ sagði varnarmálaráðuneyti Úkraínu.

Franska varnarmálaráðuneytið sagði til skoðunar að veita hernaðarráðgjöf en sagðist ekki tilbúið til að staðfesta stöðu mála. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert