Áttundi Everest-farinn sem deyr

Fjallgöngufókl á leið niður Everest í byrjun mánaðarins.
Fjallgöngufókl á leið niður Everest í byrjun mánaðarins. AFP/Tsering Pemba

Indverskur fjallgöngumaður sem reyndi að komast á topp Everest lést á sjúkrahúsi í gær eftir að hafa verið bjargað af fjallinu.

Þar með hafa átta manns látist það sem af er þessu fjallgönguári við að reyna að klífa hæsta tind veraldar.

Banshi Lal, 46 ára, var sóttur af fjallinu í síðustu viku og fluttur á sjúkrahús í Katmandú, höfuðborg Nepals.

Fjallgöngumaður á leið niður Everest í byrjun mánaðarins.
Fjallgöngumaður á leið niður Everest í byrjun mánaðarins. AFP/Tsering Pemba

Þrjár manneskjur, þ.e. breskur fjallgöngumaður og tveir nepalskir leiðsögumenn, eru týndar eftir að hafa reynt að klífa fjallið og eru því á meðal þeirra átta sem eru sagðir látnir.

Stutt er í að fjallgöngutímabilinu á Everest ljúki. Tiltölulega fáir hafa látist á fjallinu miðað við önnur ár. Flestir létust á fjallinu í fyrra, eða 18 manns.

Öll dauðsföllin tengd Everest á þessu ári urðu í meira en átta þúsund metra hæð, sem er þekkt sem „dauðasvæðið” vegna þunns loftslags og lítils magns af súrefni, sem eykur hættuna á hæðarveiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert